Alma íbúðafélag hf.: Kaup á öllu hlutafé Brimgarða ehf. og 14. júní ehf.

Alma íbúðafélag hf.
·1 min read

Á fundi stjórnar Ölmu íbúðafélags hf. þann 20. apríl 2021 var eftirfarandi samþykkt:

Samþykkt var að kaupa allt hlutafé félaganna Brimgarða ehf. og 14. júní ehf. af Langasjó ehf.

  • Kaupverð hlutafjár beggja félaga jafngildir eigin fé félaganna á afhendingardegi. Áætlað kaupverð er á bilinu 10,5-11,5 ma.kr.

  • Eigið fé félagsins Brimgarða ehf. var í lok árs 2020 kr. 10.040.532.548 samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2020 og heildareignir félagsins námu á sama tíma kr. 17.601.307.394. Eignir félagsins samanstanda að stærstum hluta af skráðum verðbréfum og atvinnuhúsnæði.

  • Eigið fé félagsins 14. júní ehf. var í lok árs 2020 kr. 485.469.270 samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2020 og heildareignir félagsins námu á sama tíma kr. 922.315.237. Eignir félagsins samanstanda að stærstum hluta af atvinnuhúsnæði.

  • Kaupverðið verður greitt með reiðufé og seljandaláni.

Samþykkt var að hækka hlutafé Ölmu íbúðafélags um 200.000.000 kr. að nafnverð. Hefur Langisjór ehf. skráð sig fyrir öllu hlutafénu. Hinir nýju hlutir verða seldir á genginu 10 kr./hlut og verður hækkunin greidd með reiðufé.

Samþykkt var að Ingólfur Árni Gunnarsson yrði ráðinn framkvæmdastjóri tímabundið vegna fæðingarorlofs núverandi framkvæmdastjóra.

Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri í síma 695 8591.